Markmið okkar gagnvart íbúum og aðstandendum er að veita ávallt bestu mögulega þjónustu á faglegan og ábyrgan hátt með það að leiðarljósi að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan íbúa. Við gerum heildrænt heilsufarsmat og skráum hjúkrunaráætlun sem er háð stöðugri endurskoðun og þannig aukum við og viðhöldum sjálfsbjargargetu íbúa og getu hans til að laga sig að breyttum aðstæðum. Við erum með virkt gæðaeftirlit með allri þjónustu og öll starfsemin er í stöðugri endurskoðun. Öryggi íbúa og vellíðan er í fyrirrúmi ásamt því að viðhalda sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þrátt fyrir hrakandi heilsufar og færnitap.

Markmið okkar gagnvart starfsmönnum er að bjóða upp á aðlaðandi starfsvettvang, þar sem hæft starfsfólk er í hverju starfi, starfsánægja mikil og starfsumhverfið gott.

Við veitum einstaklingsmiðaða hjúkrun og umönnun þar sem starfsaðferðir taka mið af þörfum einstaklingsins og hjúkrun byggir á hjúkrunarfræðilegum kenningum, reynsluþekkingu og þeim ramma sem innri og ytri aðstæður setja heimilinu. Starfsemi, húsnæði og aðbúnaður er í sífelldri endurskoðun þar sem nýjar hugmyndir og þekkingarþróun eru hafðar að leiðarljósi. Takmarkanir er rammi sem þjónustusamningurinn við ríkið setur.

Hjúkrunarheimilið stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð meðal hjúkrunarheimila.