Um Sólvang

Sólvangur er hjúkrunarheimili fyrir aldraða og aðra þá einstaklinga sem hafa viðurkennt mat Færni- og heilsumatsnefndar á þörf fyrir búsetu í hjúkrunarrými sbr. Reglugerð nr. 1000/2008. Jafnframt er hér rekin dagdvöl og tvö hvíldarrými.

-Markmið þjónustunnar

Að veita þá bestu þjónustu sem völ er á á hverjum tíma og miðar að  því að mæta líkamlegum, félagslegum, andlegum og trúarlegum þörfum heimilismanna.

Á hjúkrunarheimilinu Sólvangi er lög áhersla á góða hjúkrun sem endurspeglast í umhyggju fyrir heimilismönnum og aðstandendum þeirra, virðingu fyrir lífi og mannhelgi.

Til að ná þessum markmiðum er starfsemin í stöðugri endurskoðun á öllum sviðum þjónustunnar.

Einkunnarorð heimilisins eru virðing, reisn, hlýja og glaðværð.

Hugmyndafræði hjúkrunar er byggð á kenningum Virginiu Henderson.  Þar kemur skýrt fram að einstaklingurinn er hvattur til sjálfhjálpar, en geti hann það ekki fær hann við það hjálp.  Líkn við lífslok er stór þáttur í hugmyndafræðinni.