Með hvíldarinnlögn er átt við tímabundna dvöl í hjúkrunarrými. Hvíldarinnlögn er hugsuð sem eitt af úrræðum til þess að fólk geti dvalið sem lengst heima með því að viðhalda og auka lífsgæði þeirra með markvissu starfi og með því að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf.

Tvö hvíldarrými eru á Sólvangi. Rými þessi eru tvíbýli og eru veitt í allt að 4 vikur í senn eða eftir mati.

Umsókn um hvíldarinnlögn

Umsóknin sendist til:

Færni- og heilsumatsnefnd

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Þönglabakka 1

109 Reykjavík

Símatími færni- og heilsumatsnefndar er alla virka daga kl. 11:00 – 12:00 í síma 585 1300.