Á Sólvangi búa í dag 71 íbúar. Í nýbyggingu eru fjórar hæðir, vistarverur íbúa eru á 1, 2, og 3 en í kjallara er sjúkra- og iðjuþjálfun. Markmið okkar er að mæta þörfum hvers íbúaþar sem sjálfsákvörðunarréttur hans er virtur, styrkja heimilismenn til sjálfshjálpar og auðvelda þeim að aðlagast breyttum aðstæðum.

Áhersla Sólvangs er að skapa notalegan heimilisbrag og rík áhersla er lögð á að viðhalda góðum samskiptum við fjölskyldur heimilismanna. Hjúkrun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Á heimilinu starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og ófaglærðir starfsmenn við umönnun.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar er Ingibjörg Eyþórsdóttir, netfang: ingae(hjá)solvangur.is

1.hæð

Hjúkrunarstjóri; Guðlaug Guðmundsdóttir, netfang; gudlaug(hjá)solvangur.is

Símanúmer 590 6522

2.hæð

Hjúkrunarstjóri; Dröfn Ágústsdóttir netfang: drofn(hjá)solvangur.is

Símanúmer 590 6532

3.hæð

Hjúkrunarstjóri; Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, netfang; helga(hjá)solvangur.is

Símanúmer 590 6542