Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 er starfandi framkvæmdastjórn á Sólvangi.  Hún er skipuð þremur stjórnendum.  Kristján Sigurðsson, forstjóra, Hildur Björk Sigurðardóttir framkvæmdastjóra hjúkrunar og Gunnari Valtýssyni  yfirlækni.

Heilbrigðisráðherra skipar forstjóra stofnunarinnar en forstjóri ber ábyrgð á ráðningum annarra starfsmanna.

Framkvæmdastjórnin gerir áætlanir um heildarstarfsemi hjúkrunarheimilisins. Hún skipuleggur starfsemina og ber ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og umönnun heimilisfólks, ásamt vörslu upplýsinga.

Framkvæmdastjórn gerir breytingar á stjórnskipulagi einstakra deilda eða ákveðinnar starfsemi.

Framkvæmdastjórn annast ráðningar annarra stjórnenda stofnunarinnar og leysir þá frá störfum. Framkvæmdastjórn vinnur að gerð kjarasamninga við stéttarfélög starfsmanna  í samráði við kjarasamninganefndir ríkisins.

Verkefni framkvæmdastjórnar eru eftirfarandi:

 • Að sjá um að stofnunin sinni skyldum sínum varðandi þjónustu og umönnun heimilisfólks á sem bestan hátt innan þess fjárhagsramma sem stofnuninni er settur.
 • Vinna að því að markmiðum um starfsemi stofnunarinnar sé náð.
 • Vinna fjárhagsáætlun og skipta henni niður á deildir og einstök verkefni.
 • Sjá til þess að áætlanir séu haldnar og fyrirmæli stjórnvalda virt.
 • Sjá til þess að innra eftirlit sé virkt.
 • Vinna að gerð ársreiknings og ársskýrslu stofnunarinnar.
 • Skipuleggja og þróa gæðamál stofnunarinnar.
 • Skipuleggja vinnufyrirkomulag og samhæfa starfsemina.
 • Tryggja gott upplýsingaflæði innan stofnunarinnar.
 • Sjá um að fram fari úrvinnsla tölulegra upplýsinga um starfsemina, kostnað og tekjur.
 • Vinna áætlanir um húsnæði, tæki og öryggismál.
 • Móta heildstæða starfsmannastefnu fyrir stofnunina.
 • Tryggja að starfsfólk þróist í starfi og skipuleggja símenntun.
 • Stuðla að faglegum framförum.
 • Vinna að samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir.
 • Fjalla um kvartanir og kærur sjúklinga.

Í framkvæmdastjórn er verkefnum skipt á milli einstakra framkvæmdastjórnarmanna , samkvæmt starfslýsingum og ákvörðun forstjóra. Framkvæmdastjórn vinnur að því að deila ábyrgð og valdi til ákvarðanatöku út til deilda stofnunarinnar. Hún leggur áherslu á þverfaglega samvinnu í allri starfseminni. Hún kallar aðra stjórnendur til setu á framkvæmdastjórnarfundum eftir því sem við á.

Framkvæmdastjórn skal leitast við að ná samkomulagi um öll mál sem þar eru til afgreiðslu. Verði ágreiningur eða náist ekki samkomulag ræður atkvæði forstjóra niðurstöðu.