Fyrir hverja er dagdvölin

Dagdvöl Sólvangs er ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði.

Markmið dagdvalar

  • Að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun.
  • Að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu.
  • Áhersla er lögð á sjálfræði, samveru og samvinnu.

Starfsemi

Dagdvöl er á fyrstu hæð Sólvangs. Opið er frá kl. 9:00 til 16:00 alla virka daga. Dvalartími getur verið frá einum upp í fimm virka daga í viku. Gert er ráð fyrir 14 einstaklingum á dag í dagdvölinni á Sólvangi.

Í dagdvöl er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í formi heilsueflingar og afþreyingar; félagsstarf, handavinna, léttar leikfimiæfingar og hvíldaraðstaða. Áhersla er lögð á sjálfræði, samveru og samvinnu.

Helga Vala Gunnarsdóttir er deildarstjóri dagdvalar.

Þjónustugjöld

Dagdvölin er rekin á daggjöldum og þjónustugjöldum notenda. Greiðsla er innheimt með innheimtukröfu í heimabanka. Innifalið í verði er akstur og máltíðir.  Gestir greiða 1.281 kr. fyrir daginn samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga á árinu 2021.

Máltíðir

Dagdvalargestum er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegiskaffi á Sólvangi.

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta sér um akstur til og frá heimilum þess sem það þurfa.

Forföll

Gestir dagdvalar eru beðnir að tilkynna forföll í síma 590-6509

Hvernig er sótt um

Umsóknir um dagdvöl skulu berast til dagdvalar á netfangið dagdvol@solvangur.is eða Félagsþjónustu Hafnarfjarðar, Sjöfn Guðmundsdóttir, fulltrúi félagsþjónustu, netfang sjofng@hafnarfjordur.is.

Smelltu hér til að sækja umsóknareyðublað

Reglugerð um dagdvöl aldraðra

Netfang; dagdvol@solvangur.is – beinn sími 590-6509