Sólvangur er hjúkrunarheimili fyrir aldraða og aðra þá einstaklinga sem hafa viðurkennt mat Færni- og heilsumatsnefndar á þörf fyrir búsetu í hjúkrunarrými sbr. reglugerð nr. 1000/2008. Jafnframt er hér rekin dagdvöl fyrir 14 og sérhæfð dagþjálfun fyrir heilabilaða með 12 rýmum.

Þann 1. apríl 2019 tók Sóltún öldrunarþjónusta ehf við rekstri Sólvangs í kjölfar útboðs en heimilið var rekið af hálfu ríkisins frá árinu 1991. Með nýjum rekstraraðilum tók við ný stefna sem byggir á hugmyndafræði sem hefur gefið mjög góða raun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, en það hefur verið rekið við góðan orðstír til margra ára.   Hugmyndafræði Sóltúns hefur umhyggju fyrir einstaklingnum í fyrirrúmi, þar sem sjálfræði hans er virt í allri umönnun. Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers íbúa er ráðandi um leið og öryggiskennd sem hlýst af sambýli og sólarhringshjúkrunar-þjónustu er náð. Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefnið með áherslu á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Beðið eftir hjúkrunarrými

Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur einnig heimaþjónustufyrirtækið Sóltún Heima en markmið þess er að styrkja, efla og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu.  Aldraðir og aðstandendur þeirra sem eru í hugleiðingum um að sækja um hjúkrunarrými vegna veikinda er bent á að hafa samband við Sóltún Heima en félagið getur létt undir á heimilinu á meðan beðið er eftir hjúkrunarrými.  Nánar á www.soltunheima.is eða í síma 563 1400.