Sjúkraþjálfun

Heimilismönnum stendur til boða sjúkraþjálfun samkvæmt beiðni frá lækni. Um er að ræða einstaklingsþjálfun eða styrktar- og viðhaldsþjálfun. Í sjúkraþjálfun starfar einn sjúkraþjálfari í 50% starfi og einn aðstoðarmaður.

Starfsemin fer fram alla virka daga frá kl.08.00-12.00

Sjúkraþjálfun er stór þáttur í því að viðhalda og bæta færni, hreyfigetu og almenna vellíðan. Sólvangur leggur áherslu á að allir heimilismenn fái markvissa þjálfun.

Markmið sjúkraþjálfunar er að þjálfa, örva og viðhalda líkamlegri færni heimilismanna. Sjúkraþjálfari sér einnig um að meta þörf heimilismanna fyrir hjálpartæki og útvegun þeirra svo sem göngugrindur og hjólastóla.

Sjúkraþjálfari Sólvangs er Dagbjört Baldursdóttir

Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfi er starfandi á Sólvangi. Markmið iðjuþjálfunar er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega getu einstaklinga og viðhalda þátttöku þeirra í því sem skiptir þá máli. Íhlutun iðjuþjálfa fer fram á deildum og á vinnustofu Sólvangs á 1. hæð. Hjúkrunarfræðingur hefur samráð við iðjuþjálfa um sértæka þjálfun og endurhæfingu þeirra heimilismanna sem á þurfa að halda.

Iðjuþjálfi Sólvangs er María Ósk Albertsdóttir