Viðbótarþjónusta
Þjónusta sem ekki er innifalin í daggjaldi sem íbúar og Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir geta íbúar keypt af Sóltúni Heima. Dæmi um þjónustu sem stendur til boða er Sóltún Heimahreyfing en þá kemur starfsmaður 2x í viku og leiðbeinir við sérsniðnar styrktaræfingar. Einnig má nefna fylgd til læknis utan hjúkrunarheimilisins, í verslanir eða kaffihús eða hvers konar aðstoð sem aðstandendur myndu að öðrum kosti veita. Nánar um viðbótarþjónustu má finna á www.soltunheima.is eða í síma 5631400.
Salur
Sólvangur býr yfir fjölnota sal fyrir sína íbúa sem kallast Kóngsgerði. Þennan sal er hægt að stækka og breyta eftir því sem við á hverju sinni. Salurinn gefur möguleika á að vera með uppákomur s.s. bíó, leikfimi og fleira.
Hárgreiðslustofa
Björk Sigurðardóttir, hárgreiðslumeistari er staðsett á 1.hæð Sólvangs. Hárgreiðslustofan er opin á þriðjudögum frá 9-16. Íbúar greiða fyrir þjónustuna.
Fótaðgerðafræðingur
Fótaðgerðarstofa Söndru er staðsett á 1.hæð Sólvangs. Opnunartími er mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar frá kl.10-16. Tímapantanir eru í síma 865 7333 . Heimilismenn greiða fyrir þjónustuna.
Þvottur íbúa
Persónulegur þvottur íbúa er sendur í Fönn. Viðkvæman þvott, það sem þarf að handþvo eða senda í hreinsun sjá aðstandendur um sjálfir. Aðstandendur verða að sjá til þess að allur fatnaður og lín sé merkt herbergisnúmeri viðkomandi. Fatatúss virkar vel.
Eldhús
Allur matur íbúa og starfsmanna er matreiddur á Sólvangi. Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytt fæði. Heitur matur er í hádeginu en boðið er upp á léttari mat á kvöldin s.s. súpu og brauð. Sjá má matseðilinn inni í setustofum á deildum á töflu.
Guðsþjónustur
Prestar Hafnarfjarðarkirkju og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði eru í góðu samstarfi við Sólvang. Þeir sjá m.a. um guðsþjónustur og helgistundir á heimilinu. Guðsþjónusturnar fara fram í sal á 1. hæð Sólvangs (kapellu) . Helgistundir fara fram á deildum Sólvangs og prestarnir heimsækja einnig heimilisfólk sé þess óskað.