Viðbótarþjónusta
Þjónusta sem ekki er innifalin í daggjaldi sem íbúar og Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir geta íbúar keypt af Sóltúni Heima. Dæmi um þjónustu sem stendur til boða er Sóltún Heimahreyfing en þá kemur starfsmaður 2x í viku og leiðbeinir við sérsniðnar styrktaræfingar. Einnig má nefna fylgd til læknis utan hjúkrunarheimilisins, í verslanir eða kaffihús eða hvers konar aðstoð sem aðstandendur myndu að öðrum kosti veita. Nánar um viðbótarþjónustu má finna á www.soltunheima.is eða í síma 5631400.
Salur
Sólvangur býr yfir fjölnota sal fyrir sína heimilismenn. Þennan sal er hægt að stækka og breyta eftir því sem við á hverju sinni. Salurinn gefur möguleika á að vera með uppákomur s.s. bíó, leikfimi og fleira. Kapella er í tengslum við salinn og með því að opna inn í Geislann ( nafn kapellunnar) er hægt að vera með guðþjónustu. Messað er á stórhátíðum og einstaka sunnudaga.
Heimilismenn og starfsmenn geta fengið salinn til afnota fyrir smærri veislur gegn vægu gjaldi.
Hárgreiðslustofa
Björk Sigurðardóttir, hárgreiðslumeistari er staðsett á 1.hæð Sólvangs. Hárgreiðslustofan er opin á þriðjudögum frá 9-16. Heimilismenn greiða fyrir þjónustuna.
Fótaðgerðafræðingur
Fótaðgerðarstofa Söndru er staðsett á 1.hæð Sólvangs. Opnunartími er mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar frá kl.10-16. Tímapantanir eru í síma 865 7333 . Heimilismenn greiða fyrir þjónustuna.
Þvottahús
Þvottahúsið er staðsett í kjallara Sólvangs. Þar er þvegið allt lín Sólvangs. Persónulegur þvottur heimilismanna ( að undanskildum einstaklingar sem koma í hvíldarinnlögn) er einnig þveginn þar. Viðkvæman þvott, það sem þarf að handþvo eða senda í hreinsun sjá aðstandendur um sjálfir.
Eldhús
Allur matur heimilismanna og starfsmanna er matreiddur á Sólvangi. Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytt fæði. Heitur matur er í hádeginu en boðið er upp á léttan mat á kvöldin s.s. súpu og brauð.
Guðsþjónustur
Prestar Hafnarfjarðarkirkju og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði eru í góðu samstarfi við Sólvang. Þeir sjá m.a. um guðsþjónustur og helgistundir á heimilinu. Guðsþjónusturnar fara fram í sal á 1. hæð Sólvangs (kapellu) . Helgistundir fara fram á deildum Sólvangs og prestarnir heimsækja einnig heimilisfólk sé þess óskað.
Prestar
Sr. Þórhildur Ólafsdóttir prestur og prófastur Hafnarfjarðarkirkja
Sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkja
Sr. Einar Eyjólfsson prestur Fríkirkjan í Hafnarfirði
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Fríkirkjan í Hafnarfirði