Sólvangur er með samning við Heilsugæsluna Höfða varðandi læknisþjónustu fyrir hjúkrunarheimilið. Hjá Höfða starfar læknateymi sem sinnir bakvöktum fyrir Sólvang allan sólarhringinn og því alltaf hægt að ná í vakthafandi lækni ef um bráð veikindi er að ræða.

Læknir heimilisins ákveður í samráði við heimilismann lyfjagjafir og aðra læknismeðferð, ennfremur rannsóknir og sérhæfða læknisþjónustu utan heimilisins. Öll meðferð utan heimilis þarf að fara í gegnum lækni Sólvangs. Ef heimilismaður þarf að sækja þjónustu utan heimilisins er óskað eftir því að einhver nákominn fylgi honum. Einnig er hægt að panta fylgd með starfsmanni frá Sóltúni Heima ef aðstandandi kemst ekki með í síma 563 1400.