Á Sólvangi eru hjúkrunarfræðingar á vakt allan sólarhringinn sem og sjúkraliðar, félagsliðar og annað starfsfólk við hjúkrun og umönnun. Markmið hjúkrunar er að veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins. Við leggjum áherslu á góða hjúkrunarþjónustu sem endurspeglar umhyggju, fagmennsku og virðingu fyrir heimilismanni ásamt því að viðhalda reisn þeirra og sjálfræði. Mikilvægt er að hvetja heimilismanninn til sjálfshjálpar og auðvelda honum að aðlagast breyttum aðstæðum. Stuðningur og samvinna við aðstandendur er mikilvægur.