Félagsstarf er af ýmsu toga á Sólvangi ýmist inni á hverri einingu fyrir sig eða sameiginlega í sal hússins. Má hér nefna söng, sögustund, leikfimi, bíó og lestur upp úr bókum. Guðþjónustur eru reglulega sem og hinar ýmsu söngskemmtanir þar sem utan að komandi listamenn koma og skemmta íbúum. Gott samstarf er við nærumhverfið og stofnanir bæjarins og má þar nefna samstarf við leik- og grunnskóla bæjarins, en nemendur koma reglulega í heimsókn á Sólvang. Þessar heimsóknir eru mjög ánægjulegar og gefa þær heimilismönnum nýjar upplifanir og um leið kynnast nemendur lífi heimilismanna Sólvangs. Árlega er haldið þorrablót, bingó, Sólvangsdagurinn og grillveisla yfir sumarið.