Á 1. hæð Sólvangs er starfrækt vinnustofa. Á vinnustofunni ríkir ávallt gleði og þar er einnig sungið, lesið, sagðar sögur sem allir taka þátt í. Fastir liðir eru vikulega s.s. bíó, söngur og leikfimi. Samstarf er við nærumhverfið og stofnanir bæjarins og má þar nefna samstarf við leik- og grunnskóla bæjarins, en nemendur koma reglulega í heimsókn á Sólvang. Þessar heimsóknir eru mjög ánægjulegar og gefa þær heimilismönnum nýjar upplifanir og um leið kynnast nemendur lífi heimilismanna Sólvangs. Árlega er haldið þorrablót, bingó, Sólvangsdagurinn og grillveisla yfir sumarið.

Fastir dagskráliðir í félagsstarfi.