Styrktarsjóður Sólvangs styður við bakið á íbúum og starfsfólki Sólvangs með styrkjum á kaupum á búnaði sem kemur að góðum notum í starfseminni. Styrktarsjóðurinn er sjálfstætt og óháð góðgerðarfélag og allt sem er keypt er eign sjóðsins, ekki Sóltúns öldrunarþjónustu ehf.

Styrkja sjóðinn

Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsu fjárframlagi. Vinsamlegast millifærið á Styrktarsjóð Sólvangs reikningsnúmer 545-18-430422, kt. 520905-2270.

Minningarkort

Hægt er að styrkja sjóðinn með framlagi og senda minningarkort við andlát. Það er gert með því að senda tölvupóst á solvangur@solvangur.is með upplýsingum um eftirfarandi:

  • Nafn hins látna (Til minningar um)
  • Nafn og heimilisfang sem á að senda minningarkortið
  • Nafn sendanda
  • Fjárhæð styrksins

Jafnframt skal millifæra á Styrktarsjóð Sólvangs 545-18-430422, kt. 520905-2270 og senda kvittun á solvangur@solvangur.is.

Sólvangur sér um að senda kortið með pósti á heimilisfangið. Fjárhæð styrksins er ekki tekin fram á kortinu.

Öll framlög eru vel þegin.

Dæmi um rausnarlegan styrk frá Styrktarsjóðnum sem nýtist virkilega vel. Sjóðurinn styrkti fundarbúnað í hátíðarsal Sólvangs en með honum er hægt að halda veglega tónleika og streyma þeim beint í sjónvörp á íbúaeiningunum. Þannig geta allir íbúar verið þátttakendur, ekki eingöngu þeir sem hafa tök og áhuga á að fara niður í sal til að horfa á viðburði. Betra aðgengi fyrir alla.