
Eldri og betri
Á Sóltúni Heilsusetri verður boðið upp nýtt og spennandi þjónustuúrræði fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu með fjölþættri heilsueflingu í skammtímadvöl. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða, heildræna og þverfaglega endurhæfingu fyrir 67 ára og eldri í þeim tilgangi að auka og viðhalda virkni í daglegu lífi til að þeir geti búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða 39 skammtímarými sem er að fullu niðurgreitt fyrir sjúkratryggða einstaklinga.
Miðað er við að gestir dvelji í 4 vikur í senn. Sóltún Heilsusetur er staðsett á 3. og 4. hæð á Sólvangi, Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði.
Sóltún Heilsusetur opnaði 1. september. Vinsamlegast hafið samband við heimahjúkrun til þess að fá tilvísun í úrræðið.
Ráðningar standa yfir, sjá má laus störf á Alfreð. Verkefnastjóri er Hrönn Ljótsdóttir. Frekari upplýsingar eru í netfanginu heilsusetur@solvangur.is.
Sóltún Heilsusetur Spurt og svarað
Fyrir hverja er Sóltún Heilsusetur?
Endurhæfingin er fyrir skjólstæðinga Heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins og Heimsþjónustu Reykjavíkurborgar – eldri en 67 ára og búa heima. Einstaklingar sem koma í endurhæfingu verða metnir af Heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins og Heimaþjónustu Reykjavíkur hvort þeir uppfylla skilyrði fyrir endurhæfingunni. Þetta úrræði hentar ekki einstaklingum sem eru að jafna sig eftir alvarleg veikindi eða t.d. beinbrot.
Hvað er öðruvísi og nýtt við Sóltún Heilsusetur?
Endurhæfingin sem er í boði á Sóltúni Heilsusetri er í fyrsta lagi að fullu niðurgreidd frá Sjúkratryggingum Íslands og hentar öldruðum einstaklingum sem eru ekki langt leiddir í sínu sjúkdómsástandi, hvort sem það er vegna veikinda eða völdum slysa. Markmiðið með dvölinni er að styrkja einstaklinga þannig að hægt sé að fyrirbyggja slys, t.d. fallhættu og draga úr líkum á að viðkomandi þurfi aukna heimahjúkrun eða dvöl á Landspítalanum. Það sem er líka nýtt er að Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu/Heimaþjónusta Reykjavíkur hafi milligöngu um innlagnir, en ekki Færni og heilsumatsnefnd og ekki LSH
Hvernig er aðstaðan?
Aðstaðan er á þriðju og fjórðu hæð á Gamla Sólvangi á yndislegum stað Lækinn í Hafnarfirði. Allt húsnæðið hefur verið endurnýjað á mjög fallegan og smekklegan hátt. Herbergin eru rúmgóð björt tvíbýli með nýjum rúmum sem eru með bestu dýnum sem völ er á.
Eru í boði hvíldarinnlagnir?
Nei, öll rýmin eru endurhæfingarrými.
Er hægt að vera skemur eða lengur en 4 vikur?
Mælt er með 4 vikum til að árangur náist. Í undantekningartilfellum er hægt að vera allt að 6 vikur en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig.
Móðir mín er með heilabilun, getur hún komið í endurhæfinguna?
Hún þarf að gangast undir mat hjá Heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins eða Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hvort hún hafi hag af þessari endurhæfingu og ekki síst muni líða vel miðað við sjúkdómsástand hennar. Ef viðkomandi tekur á móti fyrirmælum við endurhæfinguna, ratar og er róleg gæti það komið til greina.
Er þetta brotaendurhæfing?
Nei, önnur úrræði, til dæmis brotaendurhæfingin á Eir, sjá um endurhæfingu fyrir einstaklinga sem eru að glíma við þyngri veikindi og afleiðingar t.d. beinbrota.
Eru einhverjir sjúkdómar sem koma í veg fyrir að einstaklingur geti nýtt sér þjónustuna?
Allir verða að vera metnir af Heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins og Heimaþjónustu Reykjavíkur þannig að þeir hafi hag af endurhæfingunni, það gætu verið sjúkdómar sem koma í veg fyrir það.
Hvað kostar dvölin á Sóltúni Heilsusetri?
Dvölin er að fullu niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Matur, gisting, endurhæfing, félagsstarf, allt sem er í boði er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Er hægt að koma í endurhæfingu á daginn og gista heima á nóttunni?
Endurhæfingin er sólahringsúrræði, en allir er frjálsir ferða sinna, við mælum með að nýta endurhæfinguna að fullu. Til eru dagendurhæfingar sem henta betur ef fólk vill ekki nýta sér sólahringsþjónustu.
Hvernig sæki ég um?
Hafðu samband við heimahjúkrun eða heilsugæsluna og þau gera könnun á viðkomandi hvort hann uppfyllir skilyrðin fyrir dvölinni og þar færðu tilvísun.
Hversu oft get ég komið?
Hver einstaklingur getur komið tvisvar sinnum á ári.
Getur pabbi minn komið í endurhæfinguna ef hann er kominn með færni- og heilsumat og er að bíða eftir hjúkrunarrými?
Ef hann er kominn með færni- og heilsumat, þá er sennilega búið að reyna öll úrræði og metið sem svo að hann geti ekki búið heima lengur án aðstoðar. Markmiðið með dvölinni er að fólk fari aftur heim og búi lengur heima við betri lífsgæði. Einstaklingar sem eru komnir með þetta mat fá því ekki pláss á Heilsusetrinu.
Við hverju má búast að gerist á þessum fjórum vikum hjá einstaklingum sem koma í Sóltún Heilsusetur?
Einstaklingurinn fær einstaklingsmiðað stöðumat í upphafi og í kjölfarið sérsniðið þjálfunarprógramm sem miðar að því að styrkja viðkomandi andlega og líkamlega þannig að þegar dvölinni lýkur að hann fari tvíefldur heim, jákvæðari, hraustari og með sjálfstraust í að halda áfram að bæta lífsgæði sín með aukinni virkni og heilsueflingu.
Ef einstaklingur vill halda áfram í DigiRehab heimahreyfingunni sem er veitt í endurhæfingunni heima hjá sér, er það einnig frítt eða niðurgreitt?
Einstaklingurinn þarf að kosta það sjálfur. Hafnfirðingar geta sótt um íþróttastyrk hjá sveitarfélaginu og Kópavogsbær hefur boðið upp á þessa hreyfingu fyrir valda skjólstæðinga sína.
Hvað þarf ég að hafa meðferðis ?
Þegar viðkomandi er kominn með staðfests pláss verða send frekar upplýsingar um praktísk atriði, s.s. hvað á að koma með, klukkan hvað, lyfjafyrirkomulag, þvottafyrirkomulag ofl.
Þarf ég að koma með hjálpartækin mín með mér ?
Göngugrindur, stafi, hækjur, súrefnisvélar og þannig hjálpartæki þarf að koma með.
Á ég að koma með lyfin mín með mér ?
Já, ef læknir gerir lyfjabreytingar á meðan að innlögn stendur sjáum við um að gera það.
Ef ég er í skipulagðri dagskrá að jafnaði eins og dagvistun mæti ég þá í hana?
Það er mjög nauðsynlegt að taka þátt í æfingum alla daga þannig að mæting í dagdvöl myndi trufla það. Muna að það er mikilvægt að stunda allar æfingar sem er lagt upp með í byrjun.
Ef ég er reglulega t.d. að spila Bridds einu sinni í viku, get ég sótt það áfram?
Já, ef það stangast ekki á við æfingarnar.
Má ég fara út yfir daginn t.d. sækja afmælisveislu hjá fjölskyldunni ?
Já, svo framalega að það hafi ekki mikil áhrif á æfingarnar, muna að það er mikilvægt að stunda allar æfingar sem er lagt upp með í byrjun.
Má ég fá gesti í heimsókn ? Og ef svo er eru þá vissir heimsóknartímar?
Já það má fá gesti á vissum tímum.
Ef metið er að sjúkar/iðju að ég þurfi breytari/fleiri hjálpatæki hver sér um það?
Iðju/sjúkraþjálfi Heilsuseturs gerir beiðni til Sjúkratrygginga varðandi það í samráði við iðjuþjálfa heimahjúkrunar/heimaþjónustunnar.
Sjá viðtal við Hrönn í Fréttablaðinu sem lýsir vel þjónustunni.