Eldri og betri

Á Sóltúni Heilsusetri verður boðið upp nýtt og spennandi þjónustuúrræði fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu með fjölþættri heilsueflingu í skammtímadvöl. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða, heildræna og þverfaglega endurhæfingu fyrir 67 ára og eldri í þeim tilgangi að auka og viðhalda virkni í daglegu lífi til að þeir geti búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða 39 skammtímarými sem er að fullu niðurgreitt fyrir sjúkratryggða einstaklinga.

Miðað er við að gestir dvelji í 4 vikur í senn. Sóltún Heilsusetur er staðsett á 3. og 4. hæð á Sólvangi, Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði.

Sóltún Heilsusetur mun taka við fyrstu gestum í byrjun september en undirbúningur stendur yfir. Verkefnastjóri er Hrönn Ljótsdóttir. Frekari upplýsingar eru í netfanginu heilsusetur@solvangur.is.