Markmið Sólvangs er heimilið hafi yfir ráða hæfu, traustu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt, jákvætt og uppbyggjandi vinnuumhverfi. Þekking, færni, geta og vilji starfsfólks er mikilvægasta auðlind heimilisins.

Ráðning, starfsferill

Ráðningar byggja á faglegu ráðningarferli þar sem jafnræði og hlutleysi er gætt og val miðast við reynslu, menntun og hæfni til að takast á við starfið.
Jákvæðni, frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum er eiginleiki sem sóst er eftir.

Móttaka nýrra starfsmanna er skilvirk og fagleg. Lögð er sérstök áhersla á að taka vel á móti nýju starfsfólki og að þau upplifi vellíðan og öryggi á nýja vinnustaðnum.

Áhersla er á jafna stöðu og jafnan rétt og er starfsmönnum ekki mismunað eftir kyni, aldri, kynþætti eða trúarbrögðum. Allir starfsmenn Sólvangs skulu vera jafnir fyrir lögum.