Markmið Sólvangs er að heimilið hafi hæft, áhugasamt og vel þjálfaða starfsmenn sem axla ábyrgð og sýna frumkvæði í starfi. Verðmætin eru í starfsmönnum okkar.

Hlunnindi

Hægt er að sækja um styrk til heilsuræktar upp að upphæð 10.000 kr. og er hann veittur til heilsueflingar ár hvert gegn framvísun reiknings. Styrkurinn er veittur þeim sem hafa starfað á Sólvangi í sex mánuði eða lengur. Í desember býður Sólvangur upp á jólamat fyrir starfsmenn í hádeginu og einnig gefur Sólvangur starfsmönnum sínum jólagjafir sem hefur undanfarin tvö ár verið matarkarfa.

Sólvangur hefur styrkt starfsmannafélagið sem hefur séð um ýmsa viðburði t.d. haustferð starfsmanna, leikhúsferðir, grillpartý o.fl.

Fræðsla

Fræðslustjóri skipuleggur fræðslu starfsmanna á Sólvangi í samráði við framkvæmdarstjóra hjúkrunar. Einnig geta starfsmenn sótt um að sækja fræðslu / endurmenntun utan Sólvangs.

Siðareglur

Félög heilbrigðisstétta setja félagsmönnum sínum siðareglur sem þeim ber að nýta sér sem leiðarljós og til stuðnings í daglegu starfi.

Siðareglur hjúkrunarfræðinga

Siðareglur sjúkraliða

Siðareglur sjúkraþjálfara

Siðareglur iðjuþjálfa

Siðareglur lækna