Sóltún öldrunarþjónusta ehf leitast við að hafa á að skipa starfsfólki sem býr yfir bestu þekkingu og færni til starfa á sínu sviði á hverjum tíma á hjúkrunarheimilinu Sólvangi og heimaþjónustunni Sóltúni Heima. Starfsfólkið skal búa yfir eiginleikum til að skapa umhyggjusamt, gefandi og uppbyggjandi andrúmsloft. Með því tekst að tryggja íbúum Sóltúns öldrunarþjónustu ehf bestu mögulega þjónustu. Helsti auður Sóltúns öldrunarþjónustu ehf er mannauðurinn. Lykilatriði er að starfsfólki líði vel í starfi, fái tækifæri til njóta sín og leggja sitt að mörkum til þróunar þjónustunnar. Meginatriði er því að stöðugleiki sé í starfsmannahaldi og að vel sé tekið á móti nýliðum. Sóltún öldrunarþjónusta ehf leitast þar með við að vera aðlaðandi starfsvettvangur, þar sem hæft starfsfólk er í hverju starfi og jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna og fólk hafi jöfn tækifæri til að nota eigin getu og þróa hæfni sína.

Gildistími áætlunar

Jafnréttisáætlunin tók gildi 1. janúar 2020 og samkvæmt 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal endurskoða jafnréttisáætlanir á að minnsta kostir þriggja ára fresti.