Grímuskylda á Sólvangi fyrir alla nema íbúa

Við biðlum til aðstandenda að:

 • Vera ekki í alrýmum heimilisins, þegar þeir koma í heimsókn, heldur fara beint inn á herbergi íbúa.
 • Að forðast að fara með íbúa á mannfagnaði eða samkomur, en leyfilegt er að fara í bílferðir eða heimsóknir.

Við minnum jafnframt á eftirfarandi:

 • Allir nema íbúar beri einnota grímur.
 • Virða sóttvarnarráðstafanir og sýna ýtrustu varkárni.
 • Sinna persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og handsprittun.
 • Virða 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk og forðast að stoppa og spjalla.
 • Forðist snertingu við íbúa eins og kostur er.
 • Allir heimsóknargestir hlaði niður smitrakningarappinu í símann sinn.

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn:

 • Ef þú ert í einangrun eða sóttkví, eða ekki liðnir 14 dagar frá útskrift vegna Covid smits
 • Ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • Ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
 • Ekki koma í heimsókn ef þú ert ekki fullbólusettur og hefur verið erlendis og ekki 14 dagar frá heimkomu.
 • Ekki koma í heimsókn ef þú ert fullbólusettur og hefur ekki farið í sýnatöku eftir heimkomu og ekki liðnir 5─7 dagar.
 • Ekki koma í heimsókn ef þú ert fullbólusettur en ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku sem þú fórst í strax eftir heimkomu.

Nýjar reglur hafa tekið gildi nú þegar eða frá og með 15.9.2021.

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Sólvangs

Reglur um dýrahald

Hundar og kettir eru velkomnir í heimsókn á Sólvang að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

 • Dýrið verður að hafa tilskilin leyfi skv. þeim reglum sem settar eru í því sveitarfélagi sem dýrið á heima í
 • Dýrið skal vera geðgott, hreint, heilbrigt og ormahreinsað
 • Dýrið skal vera í taumi á meðan á heimsókn stendur
 • Dýrið má alls ekki vera á svæðum þar sem matur er búinn til
 • Dýrið má alls ekki vera á svæðum þar sem lyf eru tekin til
 • Tryggja skal að dýrið komist ekki í nálægð við starfsfólk eða íbúa sem ekki geta umgengist dýr vegna ofnæmis, ofnæmisbælingar, sýkingar eða hræðslu
 • Gæta skal fyllsta hreinlætis
  Samkvæmt leyfi gefnu út af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 22.10.2019.