Aðstandendur eru velkomnir í heimsókn á Sólvang alla daga en bendum á að hentugur heimsóknartími fyrir íbúann og starfsemina er eftir kl. 15 á daginn þegar minna er um að vera á heimilinu og til dæmis iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun er lokið fyrir daginn. Húsið læsist á kvöldin kl. 20. Hringið dyrabjöllu ef þörf er á að komast inn í húsið utan opnunartíma. Aðstandendur geta fengið dropa til að komast inn í húsið utan lokunartíma, hafið samband við hjúkrunarstjóra viðkomandi deildar.

Við biðjum aðstandendur vinsamlegast að koma ekki í heimsókn inn á heimilið ef þeir finna fyrir einhverjum covid líkum einkennum eða einkennum annara umgangspesta (s.s. kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).

Einnig leggjum við til að gestir sýni varúð ef þeir eru í smitgát, hafa verið mikið útsettir fyrir covid síðustu daga fyrir heimsókn og annað hvort fresti heimsókn eða mæti með grímu.

Vinsamlegast þvoið hendur áður en hjúkrunarheimilið er heimsótt og sprittið hendur áður en komið er inn á deild og sem oftast í heimsókninni.

Reglur um dýrahald

Hundar og kettir eru velkomnir í heimsókn á Sólvang að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Dýrið verður að hafa tilskilin leyfi skv. þeim reglum sem settar eru í því sveitarfélagi sem dýrið á heima í
  • Dýrið skal vera geðgott, hreint, heilbrigt og ormahreinsað
  • Dýrið skal vera í taumi á meðan á heimsókn stendur
  • Dýrið má alls ekki vera á svæðum þar sem matur er búinn til
  • Dýrið má alls ekki vera á svæðum þar sem lyf eru tekin til
  • Tryggja skal að dýrið komist ekki í nálægð við starfsfólk eða íbúa sem ekki geta umgengist dýr vegna ofnæmis, ofnæmisbælingar, sýkingar eða hræðslu
  • Gæta skal fyllsta hreinlætis
    Samkvæmt leyfi gefnu út af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 22.10.2019.