Dagdvölin opnuð aftur
Í dag, 1. október, var dagdvölin opnuð aftur en vegna heimsfaraldurs og endurbóta á húsnæði af hálfu eiganda hússins Hafnarfjarðarbæjar hefur dagdvalarþjónustan á Sólvangi verið lokuð síðan í mars. Í morgun mættu gestir aftur við mikinn fögnuð.