Dagdvölin lokar tímabundið

posted in: Óflokkað | 0

Aldraðir eru í sérstökum áhættuhópi vegna COVID-19 og Landlæknir hefur gefið út tilmæli til þeirra um hvernig má draga úr líkum á því að smitast af veirunni. Þar er mælt með því að forðast hópa eða margmenni. Hafnarfjarðarbær hefur lokað … Lesa meira

Áríðandi tilkynning vegna COVID-19

posted in: Óflokkað | 0

Stjórn Sólvangs hefur tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 6. mars þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna … Lesa meira

Við leitum að sumarstarfsfólki

posted in: Óflokkað | 0

Sólvangur hjúkrunarheimili í Hafnarfirði leitar að sumarstarfsfólki með hjartað á réttum stað. Langar þig að vinna í gefandi starfsumhverfi þar sem þú tekur ríkan þátt í daglegu lífi aldraðra? Við leitum eftir duglegu, jákvæðu og stundvísu starfsfólki sem hefur áhuga … Lesa meira

Nýr hjúkrunarstjóri á 2. hæð

posted in: Óflokkað | 0

Dröfn Ágústsdóttir hefur verið ráðinn hjúkrunarstjóri á 2. hæð á Sólvangi og tekur til starfa 6. janúar. Dröfn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1998, er með diplómanám á meistarastigi í lýðheilsufræðum og er að auki að klára meistarnám í hjúkrunarstjórnun við … Lesa meira

Sólvangsdagurinn 2. nóvember

posted in: Óflokkað | 0

Hinn árlegi Sólvangsdagur verður haldinn hátíðlegur 2. nóvember kl. 14-16. Bandalag kvenna í Hafnarfirði bakar vöfflur ofan í gesti og gangandi. Verð aðeins 500 kr. fyrir vöfflu og kaffi/kakó. Ágóðinn rennur til uppbyggingar dagdvalar. Athugið að það er ekki posi … Lesa meira

Flutningar yfir á nýja Sólvang lokið

posted in: Óflokkað | 0

Miðvikudaginn 18. september voru 59 íbúar gamla Sólvangs fluttir yfir á nýja Sólvang með aðstoð aðstandenda. Flutningarnir gengu virkilega vel fyrir sig enda mikill undirbúningur að baki. Allir íbúar fá einbýli með baðherbergi, alls 28 fermetra. Hver íbúaeining er með … Lesa meira

Ný biðrými opnuð á Sólvangi hjúkrunarheimili

posted in: Óflokkað | 0

38 ný biðrými verða opnuð á Sólvangi hjúkrunarheimili í Hafnarfirði 1. október næstkomandi í kjölfar samnings sem var undirritaður milli Sóltúns öldrunarþjónustu ehf og Sjúkratrygginga Íslands. Sóltún öldrunarþjónusta ehf mun reka biðrýmin til viðbótar við 60 hjúkrunarrými á Sólvangi sem voru opnuð í september í nýju húsnæði.

Myndasýning á Sólvangi

posted in: Óflokkað | 0

Byggðasafn Hafnarfjarðar tók saman myndasýningu og hengdi upp í alla ganga á nýja Sólvangi. Sýningin er unnin upp úr bókum sem Árni Gunnlaugsson gaf út á árunum 1984-1992 í þremur bindum.

Flutningar áætlaðir 18. september

posted in: Óflokkað | 0

Áætlað er að flytja 59 íbúa gamla Sólvangs yfir í nýja Sólvang 18. september næstkomandi. Íbúar og aðstandendur þurfa að undirbúa flutningana og verður upplýsingapakka dreift til þeirra á pappírsformi. Einnig má nálgast allar upplýsingar hér https://solvangur.is/flutningar-yfir-a-nyja-solvang/