Ný handbók íbúa og aðstandenda

posted in: Óflokkað | 0

Við höfum svarað kalli íbúa og aðstandenda um betri upplýsingar um þjónustuna á Sólvangi og gefið út nýja handbók sem svarar flestum spurningum þeirra sem hyggja á búferlaflutning á hjúkrunarheimilið Sólvang. Handbókina má finna undir Þjónusta/Handbók.

Við leitum að sumarstarfsfólki

posted in: Óflokkað | 0

Sólvangur hjúkrunarheimili í Hafnarfirði leitar að sumarstarfsfólki með hjartað á réttum stað. Langar þig að vinna í gefandi starfsumhverfi þar sem þú tekur ríkan þátt í daglegu lífi aldraðra? Við leitum eftir duglegu, jákvæðu og stundvísu starfsfólki sem hefur áhuga … Lesa meira

Nýr hjúkrunarstjóri á 2. hæð

posted in: Óflokkað | 0

Dröfn Ágústsdóttir hefur verið ráðinn hjúkrunarstjóri á 2. hæð á Sólvangi og tekur til starfa 6. janúar. Dröfn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1998, er með diplómanám á meistarastigi í lýðheilsufræðum og er að auki að klára meistarnám í hjúkrunarstjórnun við … Lesa meira

Sólvangsdagurinn 2. nóvember

posted in: Óflokkað | 0

Hinn árlegi Sólvangsdagur verður haldinn hátíðlegur 2. nóvember kl. 14-16. Bandalag kvenna í Hafnarfirði bakar vöfflur ofan í gesti og gangandi. Verð aðeins 500 kr. fyrir vöfflu og kaffi/kakó. Ágóðinn rennur til uppbyggingar dagdvalar. Athugið að það er ekki posi … Lesa meira

Ný biðrými opnuð á Sólvangi hjúkrunarheimili

posted in: Óflokkað | 0

38 ný biðrými verða opnuð á Sólvangi hjúkrunarheimili í Hafnarfirði 1. október næstkomandi í kjölfar samnings sem var undirritaður milli Sóltúns öldrunarþjónustu ehf og Sjúkratrygginga Íslands. Sóltún öldrunarþjónusta ehf mun reka biðrýmin til viðbótar við 60 hjúkrunarrými á Sólvangi sem voru opnuð í september í nýju húsnæði.

Myndasýning á Sólvangi

posted in: Óflokkað | 0

Byggðasafn Hafnarfjarðar tók saman myndasýningu og hengdi upp í alla ganga á nýja Sólvangi. Sýningin er unnin upp úr bókum sem Árni Gunnlaugsson gaf út á árunum 1984-1992 í þremur bindum.

Flutningar áætlaðir 18. september

posted in: Óflokkað | 0

Áætlað er að flytja 59 íbúa gamla Sólvangs yfir í nýja Sólvang 18. september næstkomandi. Íbúar og aðstandendur þurfa að undirbúa flutningana og verður upplýsingapakka dreift til þeirra á pappírsformi. Einnig má nálgast allar upplýsingar hér https://solvangur.is/flutningar-yfir-a-nyja-solvang/

Gögn frá kynningarfundi ættingja

posted in: Óflokkað | 0

Fjölmargir ættingjar mættu á kynningarfund á Sólvang þar sem nýir rekstraraðilar kynntu sínar áherslur og hvað er framundan í flutningum og þjónustu við íbúa. Smelltu hér til að skoða efnið sem var kynnt á fundinum.

Kynningarfundur með aðstandendum

posted in: fréttir | 0

Sóltún öldrunarþjónusta ehf býður aðstandendum til kynningarfundar á Sólvangi fimmtudaginn 16. maí kl. 17 í fundarsal á fyrstu hæð. Á fundinum munu stjórnendur kynna sig, hugmyndafræði Sóltúns, áætlanir með þjónustuna, flutninginn yfir í nýja húsnæðið og svara spurningum úr sal. Í … Lesa meira