Lífsreynsla fólks, fjölskylda, fyrrum atvinna og áhugamál eru á meðal þess sem skapa manninn og geta skýrt hegðun fólks. Ef viðkomandi íbúi á Sólvangi samþykkir, þá eru aðstandendur hvattir til að fylla út meðfylgjandi æviágrip fyrir starfsfólk Sólvangs til að kynnast manneskjunni betur. Það gefur tilefni til áhugaverðra samræðna og hjálpar okkur að virkja athafnaþrá viðkomandi. Æviágripið verður ekki haft frammi í íbúð viðkomandi heldur geymd á læstum stað en kynnt fyrir starfsfólki.
Vinsamlegast hafið í huga að tiltaka ekki upplýsingar sem gætu valdið hugarangri íbúans ef þær eru ræddar.
Afhendið hjúkrunarstjóra viðkomandi hæðar æviágripið. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér að neðan til að hala niður skjalinu, fyllið út í töfluna, prentið út og afhendið.