Virkjum athafnaþrá ættingja

Fyrir marga getur flutningur á hjúkrunarheimili falið í sér sorg og kvíða. Þá skiptir miklu máli að ættingjar taki virkan þátt í lífi íbúans með heimsóknum og virkja athafnaþrá þeirra.

Tillögur til ættingja að afþreyingu í heimsóknum

 • Koma með gæludýr í heimsókn og jafnvel fara út í göngutúr með hundinn. Sjá reglur um dýrahald hér að neðan.
 • Skoða myndaalbúm
 • Fletta í gegnum dagblöðin saman
 • Lesa upphátt úr bók
 • Spila, tefla, púsla
 • Taka upp tusku og þurrka saman af innanhúsmunum
 • Vökva blóm saman
 • Gera léttar líkamsæfingar saman
 • Kíkja í tölvu eða spjaldtölvu
 • Fara í bíltúr
 • Sitja saman á svölum eða í garði
 • Taka þátt í félagsstarfi saman
 • Gera handavinnu
 • Setja rúllur í hárið
 • Snyrta og lakka neglur
 • Förðun og önnur snyrting

Vinsamlegast skilið samþykkisblöðunum inn á vaktir deildanna.

Reglur um dýrahald

Hundar og kettir eru velkomnir í heimsókn á Sólvang að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

 • Dýrið verður að hafa tilskilin leyfi skv. þeim reglum sem settar eru í því sveitarfélagi sem dýrið á heima í
 • Dýrið skal vera geðgott, hreint, heilbrigt og ormahreinsað
 • Dýrið skal vera í taumi á meðan á heimsókn stendur
 • Dýrið má alls ekki vera á svæðum þar sem matur er búinn til
 • Dýrið má alls ekki vera á svæðum þar sem lyf eru tekin til
 • Tryggja skal að dýrið komist ekki í nálægð við starfsfólk eða íbúa sem ekki geta umgengist dýr vegna ofnæmis, ofnæmisbælingar, sýkingar eða hræðslu
 • Gæta skal fyllsta hreinlætis
  Samkvæmt leyfi gefnu út af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 22.10.2019.

Býrðu yfir hæfileikum?

Skemmtileg afþreying fyrir íbúa léttir lund og gefur þeim eitthvað til að hlakka til. Býrð þú yfir hæfileikum sem gæti skemmt ættingja þínum og öðrum íbúum? Hafðu samband við Maríu iðjuþjálfa í maria@solvangur.is ef þú vilt gleðja íbúana á Sólvangi.