Húsfyllir á aðstandendafundi

posted in: Óflokkað | 0
Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður á Sólvangi, var með erindi um starfsemina á heimilinu.

Í vikunni voru aðstandendafundir haldnir bæði á Sólvangi og Sóltúni. Markmiðið með fundunum var að kynna okkur og starfsemina og ræða upplifun ættingja sem eiga ástvin á hjúkrunarheimilum. Fundirnir voru vel sóttir og höfum ekki heyrt annað en að mikil ánægja hafi verið með þetta frumkvæði. Margar góðar ábendingar komu fram og gagnlegar umræður. Stefnt er á að halda samskonar fundi árlega.