Aðstandendafundur 15. mars

posted in: Óflokkað | 0

AÐSTANDENDAFUNDUR Á SÓLVANGI
Það eru stór skref að flytjast á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinginn sjálfan og þá sem í kringum hann standa.

Margar spurningar vakna þann tíma sem viðkomandi býr á heimilinu, ásamt því að ýmsar tilfinningar láta á sér kræla.
Því langar okkur á Sólvangi að hitta aðstandendur og segja aðeins frá okkur og því góða starfi sem fer hér fram.

Í lokin verður tími fyrir góðan kaffibolla og létt spjall.
Fundurinn verður miðvikudaginn 15. mars kl. 17 í Kóngsgerði (salnum við mötuneytið). Hægt er að komast í salinn í gegnum báða inngangana. Skráning óþörf.