Við leitum að framtíðarleiðtoga

posted in: Óflokkað | 0

Spennandi verkefni eru framundan í nýsköpunarverkefni á Sólvangi en í september opnar Sóltún Heilsusetur, nýtt úrræði fyrir aldraða.

Við óskum eftir öflugum hjúkrunarfræðingi í stöðu deildarstjóra á nýrri 39 rýma endurhæfingardeild fyrir aldraða.

Á deildinni verður boðið uppá einstaklingshæfða, þverfaglega þjónustu, með það að markmiði að viðhalda og auka virkni skjólstæðinga í daglegu lífi og efla þannig getu þeirra til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili.

Um er að ræða framtíðarstarf í dagvinnu.

Deildarstjóri kemur m.a. til með að vera ábyrgur fyrir innskriftum skjólstæðinga og starfa í þverfaglegu teymi deildarinnar þar sem meðal annars eru læknar, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. 

Innan Sólvangs er nú þegar 71 hjúkrunarrými, 12 manna sérhæfð dagþjálfunardeild, 14 manna dagdvöl og Sóltún Heima (alhliða heimaþjónusta).

Við höfum á að skipa öflugum hópi starfsmanna, með mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan þeirra sem hjá okkur dvelja.

Sólvangur er rekinn af Sóltúni öldrunarþjónustu. Nánari upplýsingar eru hjá Hrönn Ljótsdóttur, verkefnastjóra, í netfanginu heilsusetur@solvangur.is.