Aflétting grímuskyldu og heimsóknatakmarkanna á Sólvang

posted in: Óflokkað | 0

Við tilkynnum með ánægju á þessum fallega sólardegi að Neyðarstjórn Sólvangs hefur ákveðið að aflétta grímuskyldu og öðrum heimsóknatakmörkunum. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í mönnun þar sem meirihluti starfsmanna veiktist af Covid-19 og nokkur fjöldi íbúa. Starfsfólk hefur staðið sig ótrúlega vel í mjög krefjandi aðstæðum en við teljum okkur vera komin yfir erfiðasta hjallann og ráðum við stöðuna án þess að setja öryggi starfsfólks og íbúa í hættu.

Almennri grímuskyldu hefur verið aflétt en við leggjum til að starfsfólk og gestir vinsamlegast beri tímabundið grímu ef viðkomandi er í smitgát, þ.e. hefur nýlega verið sérlega mikið útsett fyrir covid, hafa ekki fengið Omicron áður og er í návígi við íbúa.

Höldum áfram sterkum sóttvörnum, þvoum hendur og sprittum reglulega. Covid er ekki horfið og inflúensan er ekki síður hættuleg veikburða einstaklingum.

Aðrar heimsóknatakmarkanir hafa verið felldar úr gildi en biðjum aðstandendur vinsamlegast að koma ekki í heimsókn inn á heimilið ef þeir finna fyrir einhverjum covid líkum einkennum eða einkennum annara umgangspesta (s.s. kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).

Við þökkum öllum hjartanlega fyrir skilninginn og allt sem fólk hefur lagt á sig til að vernda starfsemina, starfsfólkið og íbúana.

Með þakklæti, Neyðarstjórn Sólvangs