Uppfærðar heimsóknareglur 25.2.2022

posted in: Óflokkað | 0

Neyðarstjórn Sólvangs fagnar afléttingum á sóttvarnareglum í samfélaginu en vilja góðfúslega benda á að vegna viðkvæmrar stöðu í mönnun og þjónustu við íbúa, þá verða áfram í gildi ákveðnar sóttvarnarreglur á Sólvangi en með ákveðnum breytingum þó: 

  • Áfram mega tveir gestir koma að heimsækja íbúa hvern dag, en nú án allra aldurstakmarka. 
  • Grímuskylda er ennþá í gildi og þurfa allir gestir að bera andlitsgrímu á meðan heimsókn stendur. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur. 
  • Áfram er ekki heimilt að nýta setustofur eininga/deilda til heimsókna né önnur alrými s.s. borðsali. 
  • Eins og áður geta íbúar farið út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu og einnig í bílferðir eða heimsóknir. Fólk er beðið að gæta varúðar og huga vel að persónubundnum sóttvörnum. 
  • Reglur tengdar aðstandendum sem dvalið hafa erlendis falla niður.  
  • Aðstandendur og aðrir gestir eru beðnir um að koma ekki í heimsókn inn á heimilið ef þeir finna fyrir einhverjum covid líkum einkennum eða einkennum annara umgangspesta (s.s. kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.)
  • Við ákveðnar aðstæður gætu stjórnendur deilda þurft að grípa til hertari heimsóknarreglna í takmarkaðan tíma, en ávallt verður leitast við að veita þær undanþágur sem íbúar og aðstandendur óska eftir eins og hægt er. 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum jafnframt öll að hafa áfram í huga persónulegar sóttvarnir s.s. handþvott og handsprittun. 

Með vinsemd og virðingu, 

Neyðarstjórn Sólvangs