Tilkynning til aðstandenda

posted in: Óflokkað | 0

SKILABOÐ FRÁ NEYÐARSTJÓRN SÓLVANGS

Nú hafa fyrstu Covid smitin greinst hjá íbúum á Sólvangi, eitthvað sem við var að búast  eftir að hafa náð að halda húsinu hreinu í 712 daga, eða síðan við skelltum í lás 6. mars 2020 vegna heimsfaraldurs. 

Smitaðir íbúar eru komnir í einangrun en þeir eru á Straumi á 3. hæð og Langeyri á 2. hæð. Búast má við fleiri smitum á næstu dögum og veikindi starfsmanna eru að aukast umtalsvert eins og önnur hjúkrunarheimili hafa verið að lenda í.  Allir starfsmenn eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar til að halda heimilinu gangandi og að öllum líði vel, en við eigum von á að þurfa að draga úr þjónustunni á meðan við komumst í gegnum þetta verkefni framundan og biðjum við ykkur, aðstandendur um að sýna þolinmæði, skilning og mögulega aðstoð ef þörf krefur.

Það verður hringt í aðstandendur þeirra sem munu greinast en aðra ekki og sökum álags og anna biðlum við til ykkar um að halda hringingum í lágmarki í deildarsímana á meðan þetta gengur yfir. 

Við minnum á heimsóknareglurnar sem eru í gildi og ítrekum sérstaklega að hafa grímuna á allan tímann á meðan á heimsókn stendur, sjá hér https://solvangur.is/heimsoknarreglur/

Við vonum að þetta gangi fljótt yfir og áður en við vitum af verðum við farin að lifa “eðlilegu” lífi eins og var hér fyrir heimsfaraldur.

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Sólvangs