Ný 11 hjúkrunarrými opnuð á Sólvangi

posted in: Óflokkað | 0

Í dag var opnuð ný ellefu hjúkrunarrýma eining á 2. hæðinni í eldri byggingu Sólvangs. Einingin hefur hlotið nafnið Langeyri. Fyrstu íbúarnir eru að koma sér fyrir en herbergin eru öll einbýli með sér salerni og litlum eldhúskrók. Hæðin er hlýleg með glæsilegu útsýni yfir Lækinn og það á eftir að fara vel um nýju íbúana. Eldri bygging Sólvangs var byggð 1942 en undanfarið hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á vegum eiganda húsnæðisins, Hafnarfjarðarkaupstaðar, í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið. Rýmin eru rekin af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir viðbótina verða hjúkrunarrými á Sólvangi hjúkrunarheimili 71 talsins.

Setustofan á Langeyri á Sólvangi