Gleðileg jól, kæru vinir

posted in: Óflokkað | 0

Starfsfólk Sólvangs óskar íbúum, aðstandendum og öðrum velunnurum gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Jólahátíðin hefur verið annasöm á Sólvangi þar sem við fengum mörg áhugaverð tónlistaratriði í hús sem skemmtu íbúum og starfsfólki. Nú þurfum við öll vegna nýs afbrigðis að vanda okkur sérstaklega og við biðlum til aðstandenda að fara varlega í umgengni við viðkvæma íbúa Sólvangs, fylgja ítrustu sóttvarnarreglum í samfélaginu sem og reglum Sólvangs. Aðstandendur fengu sent heim bréf varðandi jólahátíðirnar.