Sólvangsdagurinn fellur niður

posted in: Óflokkað | 0
Vaskir vöfflubakarar frá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði

Sólvangsdagurinn var haldinn árlega fyrsta laugardag í nóvember en á honum mættu Bandalag kvenna í Hafnarfirði og skelltu í vöfflur sem voru seldar íbúum og öðrum gestum til styrktar Sólvangi. Síðast var dagurinn haldinn hátíðlegur 2019 en vegna heimsfaraldurs féll hann niður 2020 og vegna heimsóknartakmarkana og stöðu covid smita um þessar mundir, mun hann falla niður í ár. Í stað þess verða vöfflur bakaðar á hæðum fyrir íbúa og heitt súkkulaði með eins og er vaninn á Sólvangsdeginum. Vonandi verður hægt að halda daginn hátíðlegan að ári.