Boðið örvunarskammtur

posted in: Óflokkað | 0

Íbúum Sólvangs verður boðinn örvunarskammtur af bóluefninu Pfizer. Nákvæmar dagsetningar eru ekki komnar en Heilsugæslan áætlar að bólusetningin fari fram dagana 16.-19. ágúst og íbúar sprautaðir á deildum eins og áður hefur verið gert. Haft verður samráð við íbúa, eða aðstandendur eftir atvikum, hvort þeir vilja þiggja örvunarskammtinn.