Tilslakanir á heimsóknarreglum

posted in: Óflokkað | 0

Neyðarstjórn Sólvangs tilkynnir hér með tilslakanir á heimsóknarreglum. Engar takmarkanir eru á heimsóknartíma, fjölda heimsóknargesta og aðstandendum er heimilt að vera í sameiginlegum rýmum deilda með íbúum og starfsfólki. Athugið að húsið er læst milli kl. 20-8, hringja þarf dyrasíma utan opnunartíma.

Áfram er mikilvægt er að sinna áfram vönduðum handþvotti og þrifum og sótthreinsun snertiflata. Gæta skal ítrustu varúðar og ef minnsti grunur vaknar um smit hjá íbúa, gesti eða starfsmanni mun Neyðarstjórn Sólvangs grípa til aðgerða.

Jafnframt gildir áfram:

1. Alls ekki koma í heimsókn ef:

a. Þú ert í sóttkví.
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

2. Virða þarf 1 metra nándarmörk milli gesta, annarra íbúa og starfsfólks heimilisins.

3. Óbólusettir gestir heimilanna þurfa að bera andlitsgrímu ef ekki er hægt að tryggja 1 metra fjarlægð við íbúa og starfsmenn heimilanna.

4. Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis mega koma í heimsókn eftir að hafa fengið neikvætt svar úr skimun á landamærum og eru með öllu einkennalausir. Mælst er til að þeir séu með andlitsgrímu og séu ekki í sameiginlegum rýmum deildar (fari beint inn á herbergi íbúa á meðan á heimsókn stendur) þar til 7 dögum eftir komu til landsins. Óbólusettir einstaklingar sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).

Ofangreindar heimsóknarreglur gilda frá og með 15. júní 2021.