Halla í stjórn SFV

posted in: Óflokkað | 0

Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu ehf, sem rekur Sólvang hjúkrunarheimili og heimaþjónustuna Sóltún Heima, hefur tekið sæti í stjórn hagsmunasamtakanna Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Aðild að samtökunum geta átt þau fyrirtæki sem starfa við velferðarþjónustu og eru sjálfseignarstofnanir, í eigu félagasamtaka, einkaaðila eða opinberra aðila. Tilgangur samtakanna er m.a. að efla samstarf aðildarfélaga, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að bættum starfsskilyrðum og stuðla að árangursríku samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög,  félagasamtök og aðra þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta.

,,Það eru ærin verkefni í þessum málaflokki. Það hefur ekki dulist neinum í fjölmiðlaumfjöllun undanfarið að rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimila er mjög veikur og daggjöldin standa ekki undir rekstrinum. Ég vona að ég geti orðið að liði í því mikilvæga starfi sem samtökin vinna að til hagsbóta fyrir þá skjólstæðinga sem þiggja þjónustu af hálfu aðildarfélaganna“, segir Halla.

Vefsíða samtakanna er www.samtok.is.

Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu ehf