
Nú hafa flestir starfsmenn Sólvangs verið bólusettir fyrir Covid-19 og allir íbúar. Í samræmi við leiðbeiningar Samráðshóps hjúkrunarheimila í heimsfaraldri mun heimilið slaka á sóttvarnarráðstöfunum í starfseminni. Hjúkrunarheimilin hafa verið færð niður af neyðarstigi á hættustig. Tilslakanirnar í dag snúa að starfseminni en ekki heimsóknarreglur gesta, þær eru nánast óbreyttar. Stærstu breytingarnar sem hafa tekið gildi eru eftirfarandi:
- Grímuskyldu starfsmanna hefur verið aflétt.
- Sóttvarnarhólfum innan hæða hefur verið aflétt.
Heimsóknarreglurnar
Tveir gestir geta komið í heimsókn dag hvern á opnunartímanum kl. 15-18. Ekki þurfa að vera sömu aðilar sem koma hverju sinni. Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum.
- Heimilt er að fara með íbúa í göngutúr, fara með íbúa í bíltúr eða heimsókn til vina og ættingja eða sinna erindum. Mælst er til þess að íbúar fari ekki á hópfagnaði, þar sem fleiri en 50 (Ath var 20) koma saman.
Við minnum jafnframt á eftirfarandi:
- Munið grímuskyldu, hafið grímu meðferðis, þó ekki taugrímu.
- Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta í inngangi við komu og á leiðinni út.
- Heimsóknargestur fer rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Hringið bjöllu í herbergi ef íbúi er ekki í herbergi og látið ná í íbúa. Samvera í setustofum eða öðrum sameignarrýmum óheimil. Forðist beina snertingu við íbúa eins og hægt er (á ekki við hjón og sambúðarfólk) og munið 2ja metra nándarmörk.
- Forðist snertingu við starfsfólk og virðið 2ja metra regluna.
- Ef þarf að ná tali af starfsfólki, hringið frekar, ekki stoppa og spjalla við starfsfólk.
- Gestir og aðrir sem umgangast íbúa eru minntir á að fylgja sóttvarnarreglum Almannavarna hvívetna.
- Allir heimsóknargestir hlaði niður smitrakningarappinu í símann sinn.
Vinsamlega EKKI koma í heimsókn:
- ef þú ert í einangrun eða sóttkví, eða ekki liðnir 14 dagar frá útskrift vegna Covid smits
- ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
- ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
- ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.
Reglurnar taka gildi frá og með mánudeginum 15. mars 2021 og verða endurskoðaðar eftir atvikum.
Neyðarstjórn Sólvangs
Líf eftir bólusetningu
Höfum í huga að einstaklingar þurfa áfram að fylgja sóttvarnarreglum í samfélaginu þrátt fyrir bólusetningar, til dæmis að vera með grímu í búðum, þvo hendur og passa að vera ekki of nálægt öðrum. Það er ólíklegt að fólk sem er búið að fá bóluefni geti fengið Covid, það er samt möguleiki en bóluefnið er talið draga mjög úr alvarlegum veikindum ef það gerist. Fólk sem fær Covid eftir bólusetningu getur mögulega smitað aðra.