
Starfsfólk Sólvangs var bólusett í dag, 11. febrúar, með bóluefninu AstraZeneca. Bóluefnið myndar um 70% vörn eftir 3 vikur og biðjum við því heimsóknargesti að halda áfram sóttvörnum til að vernda starfsfólkið. Við ítrekum að það er grímuskylda á Sólvangi og inni á herbergjum íbúa einnig til að vernda starfsfólkið sem þarf að athafna sig þar.
Eftir 3 vikur má búast við frekari tilslökunum sem snúa að sóttvörnum starfsmanna. Það mun leiða til betra starfsumhverfis en einnig fjölbreyttari starfsemi og skemmtilegra daglegt lífi íbúa þegar við getum aflétt sóttvarnarhólfum starfsmanna.
Sólvangur hjúkrunarheimili hefur viðhaft mjög strangar sóttvarnir til verndar íbúum, aðstandendum og starfsfólki. Það hefur leitt til þess að engir íbúar hafa sýkst af Covid né starfsmenn í starfi hingað til.