Tilslakanir á heimsóknarreglum

posted in: Óflokkað | 0

Tilkynning vegna tilslakana heimsóknarreglna á Sólvangi

Neyðarstjórn Sólvangs hefur ákveðið að létta á heimsóknarreglum á Sólvangi hjúkrunarheimili þar sem nýsmitum hefur fækkað í samfélaginu.  Flestir íbúar hafa verið bólusettir, þó ekki allir og starfsfólkið er ennþá óvarið.  Hjálpumst að að verja óbólusetta íbúa og starfsfólkið þangað til váin er frá.  Heimilið er ennþá á neyðarstigi Almannavarna en heimsóknarreglur munu taka eftirfarandi breytingum frá og með laugardeginum 30. janúar:

 • Tveir gestir geta komið í heimsókn dag hvern  á opnunartímanum kl. 15-18.  Ekki þurfa að vera sömu aðilar sem koma hverju sinni.  Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum.
 • Heimilt er að fara með íbúa í göngutúr, fara með íbúa í bíltúr eða heimsókn til vina og ættingja eða sinna erindum.  Mælst er til þess að íbúar fari ekki á hópfagnaði, þar sem fleiri en 20 koma saman. Þessi tilslökun á ekki við íbúa sem hafa ekki lokið bólusetningu.

Við minnum jafnframt á eftirfarandi:

 • Munið grímuskyldu, hafið grímu meðferðis, þó ekki taugrímu.
 • Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta í inngangi við komu og á leiðinni út.
 • Heimsóknargestur fer rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni.  Hringið bjöllu í herbergi ef íbúi er ekki í herbergi og látið ná í íbúa.  Samvera í setustofum eða öðrum sameignarrýmum óheimil. Forðist beina snertingu við íbúa eins og hægt er og munið 2ja metra nándarmörk.
 • Forðist snertingu við starfsfólk og virðið 2ja metra regluna.
 • Ef þarf að ná tali af starfsfólki, hringið frekar, ekki stoppa og spjalla við starfsfólk.
 • Gestir og aðrir sem umgangast íbúa eru minntir á að fylgja sóttvarnarreglum Almannavarna hvívetna.
 • Allir heimsóknargestir hlaði niður smitrakningarappinu í símann sinn.

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn:

 • ef þú ert í einangrun eða sóttkví, eða ekki liðnir 14 dagar frá útskrift vegna Covid smits
 • ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
 • ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Reglurnar taka gildi frá og með laugardeginum 30. janúar 2021 og verða endurskoðaðar eftir atvikum.


Neyðarstjórn Sólvangs