Síðari bólusetningu lokið

posted in: Óflokkað | 0
Myndlýsing ekki til staðar.

Íbúar Sólvangs fengu síðari bólusetningu við Covid-19 fimmtudaginn 22. janúar. Allt gekk vel. Viku síðar verður bóluefnið með fulla virkni sem er mikill léttir fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk sem hefur slegið skjaldborg um þennan viðkvæma og dýrmæta hóp einstaklinga. Að halda þessum vágesti úti kemur ekki af sjálfu sér. Það hafa allir hlutaðeigandi fært miklar fórnir og lagt mikið á sig til að verja virkið Sólvang.