Seinni bólusetning við Covid-19

posted in: Óflokkað | 0

Það er komið að seinni bólusetningu íbúa Sólvangs við COVID-19 en hún mun fara fram fimmtudaginn 21. janúar. Reynslan sýnir að bólusettir einstaklingar eru líklegri til að fá meiri flensueinkenni við síðari bólusetningu en við fyrri en fylgst verður vel með öllum eins og áður. Viku síðar er talið að bóluefnið hafi náð fullri virkni og þá er þungu fargi létt af mörgum. Þeir íbúar sem ekki fengu fyrri bólusetningu í desember af einhverjum ástæðum, fá fyrstu bólusetningu sama dag.

Dagdvalargestir Sólvangs fá einnig fyrri bólusetningu á miðvikudaginn.

Heimsóknarreglur verða áfram óbreyttar, hinn sami nánasti aðstandandi getur komið á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 15-17. Við bíðum fyrirmæla varðandi breytingar á heimsóknarreglum frá samráðshópi almannavarna og hjúkrunarheimila um heimsfaraldur en ekki má búast við miklum afléttingum á sóttvörnum þar sem bólusetning starfsmanna hjúkrunarheimila hefur verið færð í forgangsröðun fyrir aftan Íslendinga 70 ára og eldri.

Með vinsemd og virðingu,
Neyðarstjórn Sólvangs