Heimsóknir um jól og áramót

posted in: Óflokkað | 0

Þetta árið er ljóst að jólahátíðin verður ekki með hefðbundnu sniði. Covid hefur haft áhrif á líf okkar allra, regluleg samvera hefur farið úr skorðum og miklar hömlur hafa verið settar á öll samskipti.

Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“ þar sem einstaklingar velja sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við öll, starfsfólk, íbúar og aðstandendur að hafa í huga. Við rýmkum heimsóknarreglur yfir hátíðirnar í samræmi við fyrirmæli samráðshóps hjúkrunarheimila í heimsfaraldri en athugið að heimsóknareglur munu alltaf þurfa að taka mið af stöðu faraldursins í samfélaginu og gætu því breyst eftir atvikum, þetta er fljótt að breytast.Við sendum ykkur öllum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og horfum með bjartsýni til nýs árs með von um fleiri samverustundir á nýju ári.Sýnum samstöðu og höldum þetta út. Þetta ástand er alveg að verða búið.

Með vinsemd og virðingu, Neyðarstjórn Sólvangs

Heimsóknarreglurnar

 • Því miður verður ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld né aðra jóladaga. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag.
 •  Við mælum eindregið gegn því að íbúi fari út af heimilinu til ættingja sinna um hátíðarnar. Ef íbúi fer út af heimilinu þarf hann að fara í sóttkví á heimili ættingja í 5 daga og tvær sýnatökur. Sýna þarf fram á neikvæða niðurstöðu áður en hann kemur aftur inn á heimilið.  Leitið nánari fyrirmæla hjá hópstjóra viðkomandi deildar áður en ákvörðun er tekin með þetta.
 • Heimilið verður opið áfram skv. fyrri heimsóknarreglum frá 17. nóvember, fimmtudaginn 17. des og mánudaginn 21. des milli kl. 15-17 en ekki mánudaginn 28. des.
 • Heimilið verður með opið fyrir heimsóknir aðfangadag (24. des), jóladag (25. des), annan í jólum (26. des), gamlársdag (31. des) og nýársdag (1. jan).  Heimsóknatími verður milli kl 13:00-16:30 og eftir að íbúar og starfsfólk hafa snætt hátíðarkvöldverði er heimilið opið fyrir heimsóknir milli kl 19:00-21:00.
 • Sömu tveir gestir (samtímis eða ekki) hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa. Hægt er að skipta um gesti á milli jóla og nýárs.
 • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
 • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur, ekki er leyfilegt að snæða með íbúanum vegna aukinnar sýkingarhættu.
 • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
 • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
 • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
 • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
 • Undanþága frá þessum reglum er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá hópstjóra deildar.

Vinsamlega EKKI koma inn á Sólvang ef:

 • Einhver á heimilinu þínu er í sóttkví eða einangrun.
 • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum eða einhver er í sóttkví/einangrun á heimili þínu sem kom erlendis frá

Sýnum samstöðu og höldum þetta út.

Neyðarstjórn Sólvangs