Tilslakanir á heimsóknarbanni

posted in: Óflokkað | 0

Neyðarstjórn Sólvangs hefur ákveðið að létta á heimsóknarbanni á Sólvangi hjúkrunarheimili frá og með fimmtudeginum 19. nóvember þar sem nýsmitum hefur fækkað í samfélaginu, með fyrirvara um að smitum haldi áfram að fækka á næstu dögum. Heimilið er ennþá á neyðarstigi en heimsóknarreglur munu taka eftirfarandi breytingum:

 • Einn og sami heimsóknaraðili getur komið í heimsókn mánudaga og fimmtudaga á opnunartímanum kl. 15-17.
 • Heimsóknaraðili skal skrá sig sem heimsóknaraðila í eftirfarandi síma:
  • 1. Hæð s. 8445271
  • 2. Hæð s. 8596622
  • 3. Hæð s. 8445278
 • Munið grímuskyldu, hafið grímu meðferðis.
 • Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta sig í inngangi.
 • Heimsóknargestur fer rakleiðis inn í herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Hringið bjöllu í herbergi ef íbúi er ekki í herbergi og látið ná í íbúa.
 • Forðist snertingu við íbúa og virðið 2ja metra regluna.
 • Ef þarf að ná tali af starfsfólki, hringið í ofangreind símanúmer.
 • Ekki stoppa og spjalla við starfsfólk né aðra íbúa eða heimsóknargesti.
 • Heimilt er að fara með íbúa í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur en ekki að fara með íbúa í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
 • Heimsóknaraðili verður að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu sem Sólvangur hefur ítrekað kynnt.

Vinsamlega athugið:

 • Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví
 • Ekki koma í heimsókn ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
 • Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.
 • Reglurnar taka gildi frá og með fimmtudeginum 19. nóvember og verða endurskoðaðar eftir atvikum.

Neyðarstjórn Sólvangs