Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19

posted in: Óflokkað | 0

Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi.

Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala.

Þetta úrræði er fyrst og fremst hugsað þannig að ef smit kemur upp á hjúkrunarheimili þar sem erfitt er að sinna smitvörnum og sjúklingurinn þarf ekki að leggjast inn á spítala vegna veikindanna. Sjúklingurinn er þá ekki einn á herbergi í einangrun heldur nýtur samvista við aðra í sömu stöðu og fær umönnun hjá vönum heilbrigðisstarfsmönnum.

Sólvangur hjúkrunarheimili er aðili að þessu samstarfsverkefni og stendur þetta úrræði til boða ef það kemur upp smit á heimilinu.

Hér er grein á sem birtist https://www.visir.is/g/20202033530d/straumhvorf-i-umonnun-sjuklinga-a-hjukrunarheimilum-sem-fa-covid-19?fbclid=IwAR3IkJrfDgxZSVaVn-DCXXj2B5yCnn9wBqK5EkU3Ecbg4bmogHHiW6edsU8