Dagdvölin opnuð aftur

posted in: fréttir | 0

Í dag, 1. október, var dagdvölin opnuð aftur en vegna heimsfaraldurs og endurbóta á húsnæði af hálfu eiganda hússins Hafnarfjarðarbæjar hefur dagdvalarþjónustan á Sólvangi verið lokuð síðan í mars. Í morgun mættu gestir aftur við mikinn fögnuð.

Anna Stefanía og Sigrún starfsmenn dagdvalar að undirbúa morgunkaffið.
Frá vinstri Helga Vala Gunnarsdóttir nýr deildarstjóri dagdvalar og Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sólvangi
Fyrstu gestirnir að fá sér morgunkaffi
Bjart og fallegt húsnæðið
Gamlir munir frá Sólvangi