Grímuskylda tekin upp á Sólvangi

posted in: Óflokkað | 0

Í samræmi við tilmæli Landlæknis og samráðsnefndar almannavarna um hjúkrunarheimili og dagdvalir þá hefur verið tekin upp grímuskylda heimsóknargesta íbúa og annarra sem eiga erindi inn á Sólvang frá og með 30. september 2020.

Heimsóknargestir Sólvangs fari eftir í einu og öllu eftir leiðbeiningum um heimsóknir sem voru gefnar út 18. september 2020.

Auk þess þarf gestur að bera grímu á meðan heimsókn stendur:

 • Heimsóknargestur sprittar hendur og setur upp grímu sem hann hefur meðferðis í anddyri Sólvangs
  • Gríman á að snúa á vissan hátt
  • Láttu lituðu hliðina snúa út
  • Málmkanntur á að vera við nefið
  • Kræktu teygjum bak við eyrun
  • Hagræddu grímunni niður fyrir höku og yfir nef
  • Mótaðu málmkannt að nefi
  • Forðastu að snerta grímuna á andlitinu
 • Heimsóknargestur sprittar hendur að lokinni heimsókn í anddyri Sólvangs
  • Taktu niður grímuna með því að taka í teyjurnar
  • Hentu henni í ruslið án þess að snerta framhlið hennar
  • Sprittaðu hendurnar

Gestur kemur sjálfur með eigin grímu.  

Sjá leiðbeiningar um örugga notkun skurðstofugrímu https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42254/Lei%C3%B0beiningar.%20Hl%C3%ADf%C3%B0argrimur_30.07.2020.pdf.

Sjá leiðbeiningar um nothæfar grímur
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42265/Hl%C3%ADf%C3%B0argr%C3%ADmur_ger%C3%B0ir_09082020.pdf

Eftirfarandi aðilar nota skurðstofugrímu í dvöl sinni á Sólvangi:

 • Aðstandendur
 • Ræsting
 • Iðnaðarmenn
 • Aðrir fagmenn sem eiga leið í húsið  
 • Starfsmenn Sóltúns Heima sem koma inn á heimilið og veita þjónustu
 • Hárgreiðslumeistari
 • Fótaaðgerðafræðingur
 • Viðskiptavinir hárgreiðslustofu, fótaaðgerðastofu og sjúkraþjálfunar
 • Aðrir sem ekki eru starfsmenn á deildum