Heimsóknir á Sólvang á hættustigi almannavarna

Vegna mikillar fjölgunar á smitum í samfélaginu hefur landlæknir mælst til þess að heimsóknareglur verði hertar. Breytingar frá fyrri heimsóknum eru feitletraðar.
- Allir gestir eru beðnir að virða 2ja metra regluna og forðast beina snertingu (ekki maki)
- Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur í inngangi heimila.
- Eingöngu einn og sami gesturinn má koma í heimsókn til íbúans.
- Hjúkrunarheimilið er opið fyrir heimsóknum frá kl. 14:30 – 17:00
- Hafa þarf samband við viðkomandi hæð vegna skráningar heimsóknagests
- Hafa samband við viðkomandi hæð ef gera þarf breytingar vegna heimsóknargests
- 1. Hæð s. 8445271
- 2. Hæð s. 8596622
- 3. Hæð s. 8445278
- Yfirmaður getur veitt undanþágu ef:
- Íbúi er á lífslokameðferð
- Íbúi veikist skyndilega
- Um er að ræða neyðartilfelli
- Hann metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu
- Heimsóknargestur verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu og sérstaklega er mikilvægt að virða eftirfarandi:
- Ekki vera í fjölmenni. Dæmi um hvað átt er hér við:
- Ekki fara í stórar veislur, almenna reglan er að vera ekki í samkvæmi þar sem fleiri en 10 koma saman.
- Takmarka ferðir í verslanir. Ef þarft að fara í verslun, ekki fara á háannatíma. Fara frekar snemma morguns eða seinna um kvöld þegar minna er að gera.
- Ekki koma í heimsókn ef þú hefur dvalið erlendis síðustu 14 daga.
- Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni eða ert í sóttkví/einangrun.
- Ekki koma í heimsókn ef þú hefur umgengist einhvern sem er með flensulík einkenni eða hefur dvalið erlendis síðustu 14 daga.
- Heimsóknargestur fara rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni.
- Heimsóknargestur sem þarf að ná tali af starfsmanni er beðin að hringja til hans og bíða svo inn á herbergi þar til starfsmaður kemur til hans.
- Heimilið hvetur gesti til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna og aðstoðar við það ef svo ber undir.
____________________________
Neyðarstjórn Sólvangs