Ársafmæli flutninga í nýtt húsnæði Sólvangs

posted in: Óflokkað | 0

Þann 18. september var liðið eitt ár frá því að 59 íbúar gamla Sólvangs voru fluttir yfir í glæsilegt nýtt húsnæði Sólvangs hjúkrunarheimilis. Flutningarnir tókust með miklum ágætum og íbúar voru fljótir að koma sér fyrir með aðstoð ættingja. Við flutningana fengu allir íbúar 29 fm einbýli með litlum eldhúskrók og sér baðherbergi en áður voru flestir í tvíbýli og salerni á ganginum. Núna búa íbúar í 6 tíu manna sambýlum og una sér vel í hlýlegu og klassísku umhverfi.

Í tilefni dagsins var flaggað og rjómakaka snædd.

Ársgamalt húsnæði Sólvangs. Húsnæðið er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.