Dagdvöl lokuð vegna framkvæmda

posted in: Óflokkað | 0

Dagdvölin á Sólvangi hefur verið lokuð vegna framkvæmda á fyrstu hæð gamla Sólvangs. Framkvæmdirnar eru á vegum eiganda hússins, Hafnarfjarðarbæjar en endurbæturnar urðu umfangsmeiri en lagt var upp með. Meðal annars þurfti að endurnýja allar lagnir í grunni hússins. Haft verður samband við dagdvalargesti þegar dregur nær opnun. Hafa skal samband við félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar varðandi önnur úrræði á meðan lokun stendur.