Amma Hófí á Sólvangi

posted in: Óflokkað | 0

Hafnfirska kvikmyndin Amma Hófí með leikurunum Eddu Björgvinsdóttur og Ladda var tekin upp að hluta á þriðju hæð gamla Sólvangs sem var aflögð haustið 2019 þegar 59 íbúar Sólvangs fluttu í glænýtt húsnæði við hliðina. Margir eiga góðar minningar frá gamla Sólvangi og því var auðsótt að leyfa framleiðendum myndarinnar að taka upp á hæðinni og þar með varð til skemmtilegt myndefni frá húsnæðinu áður en það verður gert upp. Á teikniborðinu er áætluð endurgerð á hæðunum 2.-4. og breyta þeim í 33 einbýli. Núna stendur yfir endurgerð á fyrstu hæðinni en þar mun koma ný dagþjálfun fyrir heilabilaða og áframhaldandi dagdvöl fyrir aldraða.