Gestir frá útlöndum

posted in: Óflokkað | 0

Komufarþegar til Íslands hafa frá 15. júní 2020 haft kost á að fara í sýnatöku á landamærum í stað 14 daga sóttkvíar. Meðan það verður í boði gilda ákveðnar reglur á Sólvangi hjúkrunarheimili.

Þeim eindregnu tilmælum er beint til gesta eftir heimkomu erlendis frá að heimsækja ekki ættingja á hjúkrunarheimilinu fyrr en 14 dögum eftir heimkomu.

Ef aðstæður eru þannig að heimsókn er metin mikilvæg skal hafa samband við viðkomandi deild í síma 590 6500 og í samráði við hana er heimsóknargestur beðinn um að vera með skurðstofugrímu og spritta hendur.

Þetta gildir aðeins að því gefnu að viðkomandi hafi engin einkenni sem geta bent til COVID-19 eða hafi umgengist einstakling með sjúkdóminn á síðustu 14 dögum.