Aflétting heimsóknarbanns 2. júní

posted in: Óflokkað | 0

Í samráði við fyrirmæli samráðsnefndar Almannavarna og hjúkrunarheimila verður heimsóknarbanni á Sólvangi aflétt þriðjudaginn 2. júní.

Þetta þýðir að heimsóknir verða leyfðar eins og var fyrir heimsóknarbannið sem sett var á í mars, ekki þarf að panta tíma. 

Húsið læsist eins og áður var kl. 20 á kvöldin og eftir þann tíma þarf að hringja bjöllunni eða nota aðgangsdropa sem aðstandendur geta fengið ef þörf krefur.

Sem fyrr hefur tveggja metra reglunni verið aflétt milli íbúa og ástvina þeirra.  Mörkin gilda áfram á milli gesta og annarra íbúa og starfsfólks hjúkrunarheimilisins.  

  • Aðstandandi sprittar hendur niðri í anddyrinu fyrir heimsókn. Ekki þarf fylgd inn á hæðir lengur.
  • Við mælumst til þess ef kostur er að aðstandendur dvelji sem stysta stund í setustofunni.
  • Við mælumst til þess að skilaboðum til starfsmanna sé komið til skila í tölvupósti eða rætt við hópstjóra til að draga sem mest úr samskiptum á meðan heimsókn stendur.
  • Við biðjum aðstandendur um að ná í smitrakningarappið ef þeir hafi ekki gert svo áður.

Að öðru leyti er farið eftir tilmælum sóttvarnarlæknis.

ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:  

a. eru í sóttkví 
b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku) 
c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). 

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, má búast við hertum heimsóknareglum aftur.